Allt um Byrja
Byrja er ný og framsækin þjónustumiðstöð fyrir íslendinga þar sem veitt er markþjálfun eða sálfræðiaðstoð eftir þörfum hvers og eins.
Við aðstoðum fólk við að ná meiri árangri og nýta betur sína hæfileika og reynslu.
Byrja er þjónustufyrirtæki og við leggjum okkur fram við að veita góða og faglega þjónustu. Við erum jákvæð, jafnt inn á við sem út á við, við tökum verkefnin hátíðlega en ekki okkur sjálf. Með því að deila sínum markmiðum, hugsunum og löngunum, þá getum við hjá Byrja aðstoðað viðkomandi við að ná meiri árangri og vaxa sem einstaklingur hvort sem það er í leik eða starfi. Hjá Byrja er fólk í fyrirrúmi og öll vegferð verður alltaf á þeirra forsendum.
Þjónustumiðstöð
Byrja er annars vegar þjónustumiðstöð fyrir markþjálfun ásamt því að veita sálfræðimeðferð. Starfsfólk Byrja eru sérfræðimenntaðir fagaðilar í hlutverki þjónustuaðila. Ánægjulegt langtímasamstarf krefst þess að starfsmenn Byrja veiti bestu þjónustu mögulega.
Það er þó öllum sameiginlegt að vilja öðlast betri líðan. Sálfræðimeðferð kallar á ítarlega skoðun á tilfinningum, viðhorfum, hugsunum, sögu og kringumstæðum. Sú meðferð leitar að skilningi á því hvernig líðanin er komin til og varðar síðan leiðina að betri líðan.
Fólkið á bak við Byrja eru hjónin Heiðar Kristinsson og Pálína Ósk Hjaltadóttir. Heiðar er menntaður Tölvufræðingur, BSc í Viðskiptafræði, MSc í Stefnumótun, stjórnun og mannauð ásamt Markþjálfun. Pálína er menntuð með BS í Sálfræði, Cand.psych í Sálfræði og Sérfræðingur í Hugrænni atferlismeðferð (HAM). Saman vinna þau að því að bæta mannkynið og hjálpa fólki við að verða betri útgáfa að sjálfri sér með þjónusu sinni.
|