Einhversstaðar þarf að byrja.  Fyrsta skrefið  gæti því verið að hafa samband við okkur hjá Byrja-markþjálfun eða Byrja-Sálfræðiaðstoð í síma: 422-7400 eða senda okkur póst á netfangið: byrja@byrja og hefja vegferð þá.  Við tökum vel á móti þér og virðum þínar óskir og þarfir, hvort sem það er sálfræðiaðstoð eða markþjálfun,

Næsta skref gæti því verið Fundir með markþjálfa sem gæti verið maður á mann, í gegnum síma eða jafnvel í gegnum Skype eða Messenger samskiptaforritið.  Allt eftir þörfum markþega.

1. Markþjálfun

Næsta skref gæti því verið Fundir með markþjálfa sem gæti verið maður á mann, í gegnum síma eða jafnvel í gegnum Skype eða Messenger samskiptaforritið.  Allt eftir þörfum markþega.  Í markþjálfun gefst einstaklingum tækifæri til að skoða sjálfa sig, störf sín og hegðun í fullum trúnaði með markþjálfa sem til þess hefur hlotið sérstaka þjálfun. Um samtal er að ræða þar sem marksækinn (coachee) velur umræðuefnið en markþjálfinn (coach) stýrir samtalinu.  þar sem markþjálfun er samvinna um krefjandi og skapandi ferli sem vinnur með styrkleika til að hámarka árangur hvers og eins.  Markþjálfun aðstoðar þannig einstaklinga við að skilgreina hvað virkilega skiptir þá mestu máli og hvers vegna,

    • Byrja – Markþjálfun tryggir að verkefnið sé unnið af fagaðilum, að heilindum  og séð er til þess að allt sé eins og óskað var eftir.  Eftirfylgni skipti líka mjög miklu máli í þjónustu Byrja, að allt sé eins og um var samið og allir gangi sáttir út í lífið.

2. Sálfræðimeðferð

Í upphafi skyldi endinn skoða. Sálfræðimeðferð er hvorki skammtíma- né skyndilausn. Hún kallar á samvinnu til ákveðins tíma. Það er nokkuð mismunandi hvað meðferð tekur langan tíma en ekki er óvarlegt að horfa á 10 til 20 tíma sem almennt viðmið. Oft kýs fólk að halda áfram um lengri hríð og nýta sér þennan vettvang í þeim verkefnum sem það stendur frammi fyrir. Ekki er óalgengt að byrja með 5  tímum og að þeim loknum verði tekin ákvörðun um framhaldið.

 

Fyrsti tíminn er frír – Byrja: 422-7400