Markþjálfun (coaching) er aðferðafræði sem miðar að því að hjálpa einstaklingum við að finna sín markmið og upplifa þau.  Markþjálfun er því beitt á viðfangsefni tengd bæði vinnu og einkalífi. Markþjálfun sem aðferðafræði má gróflega skipta upp í stjórnendaþjálfun (executive coaching) og lífsþjálfun (life coaching). Stjórnendaþjálfun miðar sérstaklega að því að bæta árangur stjórnenda en í lífsþjálfun er fremur unnið með viðfangsefni tengd einstaklingum og einkalífinu.

    • Markþjálfun er samvinna um krefjandi og skapandi ferli sem vinnur með styrkleika til að hámarka árangur hvers og eins.
    • Markþjálfun byggir algjörlega á gagnkvæmu trausti og trúnaðarsambandi markþjálfa og markþega/viðskiptavinar.
    • Markþjálfun aðstoðar einstaklinga við að skilgreina hvað virkilega skiptir þá mestu máli og hvers vegna, Leið til að finna kjarnann.
    • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði einstaklinga og hvetja þá til athafna, byrja og koma hlutum af stað og finna farveg til þess að koma markmiðum í framkvæmd.
    • Markþjálfun nýtist einkum vel á vinnustöðum við að stuðla að lausnum á afmörkuðum vandamálum ásamt því að efla enn frekar hæfni starfsmanna og stjórnenda varðandi frammistöðu.

Hvaða hag hafa einstaklingar af markþjálfun?
Markþjálfun er fyrst og fremst þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli. Markþjálfun getur  vissulega hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, getur bætt öll samskipti hvort sem er í vinnu eða einkalífi og virkilega aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum sínum og aukinni lífshamingju.

Hver er hagur fyrirtækis/stofnunar af því að starfsmenn fari í markþjálfun?
Með markþjálfun getur góður starfsmaður orðið enn betri, vaxið í starfi og allarf breytingar gætu gengið betur fyrir sig. Markþjálfun er góð leið til að bæta vellíðan, hæfni, og ánægju starfsmanna en jafnframt frábær leið til að taka á vandamálum sem upp koma og eru tengd einstaklingum og samskiptum. Markþjálfun er af mörgum talin úrvals leið til að vinna með einstaklingum og teymum í gegnum breytingar.

Pantaður tíma til að byrja: 422-7400  /  byrja@byrja.is

 

Comments

Be the first to comment.

Leave a Reply


You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

*